Skip to main content

Veröld – hús Vigdísar

Trivium annaðist hljóðhönnun Veraldar – húss Vigdísar

Stærð: 3.750 m2 / Verktími: 2014 - 2016

Veröld – hús Vigdísar er bygging fyrir Mála og menningardeild Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Trivium sá um hljóðhönnun byggingarinnar og voru þar ýmsar spennandi áskoranir að leysa. Helst ber að nefna fyrirlestrarsal á jarðhæð byggingarinnar. Leytast var við að tryggja góða náttúrulega mögnun hljóðs í salnum svo mælt mál bærist sem allra best um salinn frá mælanda á sviði. Gataklæðning í miðrými var sérstaklega útreiknuð til að deyfa óm og glymjanda á því tíðnibili sem rýmið var útsettast fyrir. Einnig voru kennslu – og starfsmannarými hönnuð til að tryggja næði í og á milli rýma.
Byggingin var BREEAM vottuð og var það hluti hönnunarvinnunar að tryggja að BREEAM gæðastig vegna hljóðvistar næðust.
Ljósmynd: Vigfús Birgisson
Close Menu
578 1600   /  Borgartúni 20 - 105 Reykjavík