Hótel Konsúlant Hafnarstræti 17-19

Trivium annaðist hljóðhönnun Hótels Konsúlats

Stærð: 4.000 m2 / Verktími: 2014-2020

Hótel Konsúlat er hótel í Hafnarstræti 17-19. Þar er byggt við gamla verslun Thomsens-magasíns. Í hönnuninni fólst samtenging nýs steinsteypuhúss og verndaðs gamals timburhúss. Trivium sá um hljóðhönnun beggja bygginga. Hótelið saman stendur, auk hótelherbergja, af veitingastað, bar, verslun, heilsulind með tækjasal, skrifstofum og starfsmannarýmum.
Áskoranir fólust í því að láta gömlu verslunina standast hljóðkröfur til gæða hótels. Til þess að það tækist þurfti að bæta hljóðeinangrun verndaða hússins án þess að raska upprunalegri mynd þess. Sérstök áhersla var lögð á að tryggja hljóðeinangrun úthliða þar sem bygging stendur í háværu miðbæjarumhverfi.
Hugað var að því að þægilegur og jafn hljómur væri í öllum rýmum hótelsins.
Í heilsulindinni var sérstaklega hugað að dempun högghljóðs og titrings frá tækjum og lóðum sem myndi annars hafa verulega truflandi áhrif á aðra starfsemi hússins.