Stækkun Keflavíkurflugvallar

Trivium hefur annast hljóðhönnun ýmissa endurbóta og stækkana á Keflavíkurflugvelli

Verktími: 2014 - 2016

Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar undanfarin ár. Ástæða þessa er ekki síst hin mikla fjölgun farþega frá fyrri tíð. Framkvæmdirnar hafa verið af ýmsum toga, bæði endurbætur eldri bygginga og smíði nýrra. Trivium hefur annast hljóðhönnun fyrir flugstöðina á hluta þessara svæða.
Helstu verkefni Trivium innan flugstöðvarinnar hafa verið hljóðhönnun á fríhöfn, hliðum, biðstofum, kaffi- og skrifstofum, farangurflokkunarsvæði og vopnaeftirlitssvæði.
Að mörgu var að hyggja við hönnunina og ber þar helst að nefna farangursflokkunarsal í nýbyggingu sem tengd er við aðalabyggingu flugstöðvarinnar. Flokkunarsalurinn er stór og var það því útgangspunktur hönnunar að tryggja að ómur og glymjandi í sal væri ásættanlegur. Einnig þurfti að tryggja að hávaði frá færibandi og umferð um salinn hefði ekki truflandi áhrif í aðliggjandi skrifstofum og kaffistofum.