Nýr Landspítali – Meðferðarkjarni

Trivium annast alla hljóðhönnun Meðferðarkjarnans

Stærð: 58.000 m2 / Verktími: 2016 - 2023

Nýr Meðferðarkjarni Landspítalans er stærsta og flóknasta verkefni sem Trivium hefur haft aðkomu að. Byggingin verður á sex hæðum auk tveggja hæða neðanjarðar, alls um 58.000 m2. Byggingin mun hýsa bráðamóttöku, skurðdeildir, hjarta – og æðaþræðingadeild, gjörgæslu, myndgreiningu, smitsjúkdómadeild, legudeildir og flestar þær starfseiningar sem þörf er á í nútímasjúkrahúsi.
Trivium annast alla hljóðhönnun í verkinu og er að mörgu að hyggja. Miklar kröfur eru gerðar um sýkla- og smitvarnir og þarf að taka mið af því við efnisval ómtímahönnunar. Einnig er mikilvægt að bygginging sé starfhæf eftir náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta. Hafa hljóðhönnuðir því þurft að kynna sér leiðir til að tryggja að léttir innveggir og kerfisloft uppfylli settar hljóðkröfur á sama tíma og þau uppfylla kröfur helstu jarðskjálftastaðla.
Magn og umfang tæknibúnaðar í Meðferðarkjarnanum er afar mikið og er það stór hluti hljóðhönnunar að tryggja að ekki hljótist ónæði frá slíkum búnaði. Má þar helst nefna hávaða frá loftræstisamstæðum, rafspennum og segulómtækjum.
Úthliðar byggingarinnar þarf að einangra frá utanaðkomandi hávaða. Ber þar helst að nefna hávaða frá bíla-,flug-, og þyrluumferð. Tryggja verður næði innandyra til að starfsemi geti farið eðlilega fram og sjúklingar fái hvíldarfrið.
Starfsemi sjúkrahússbyggingar er í eðli sínu afar sveigjanleg þar sem tæknin breytist ört og kröfur til rýma breytast með. Við hljóðhönnun hefur því verið lögð áhersla á að uppfylla staðalkröfur til loft- og högghljóðeinangrunar og ómtíma á þann hátt að einfallt sé að breyta skipulagi innandyra seinna meir.
Byggingin verður BREEAM vottuð og er það hluti hönnunarvinnunar að tryggja að BREEAM gæðastig vegna hljóðvistar náist.