Trivium annaðist hljóðhönnun fiskvinnsluhússins á Dalvík.
Stærð: 9.000 m2 / Verktími: 2017-2020
Fiskvinnsluhúsið á Dalvík er byggt fyrir landvinnslu Samherja. Húsið hýsir meðal annars fjórar vinnslulínur, frysta og kæla, starfsmannaaðstöðu, skrifstofueiningu, matsal og gestastofu. Trivium sá um hljóðhönnun hússins. Ein helsta áskorun verksins var að tryggja að hávaði í vinnusal ylli sem minnstu álagi á starfsmenn og að hann bærist ekki inn í önnur rými hússins.
Vinnusalurinn er stór og því hætta á mikilli mögnun vélahljóða í rýminu. Hljómurinn í vinnusalnum var því vel tempraður til að lágmarka mögnun hljóðs gagnvart starfsfólki í salnum og aðlægum rýmum. Huga þurfti sérstaklega að hreinlætismálum við efnisval þannig að allir fletir væru auðþrífanlegir og þyldu aðstæður vinnusvæðisins.
Þess utan þurfti einnig að huga vel að uppbyggingu veggja og glerja milli rýma, bæði til að hávaði frá vinnusal trufli ekki vinnu utan hans og að fundarrými yrðu trúnaðarheld.