Skip to main content

Sigló Hótel

Trivium hljóðhannaði Sigló Hótel á Siglufirði

Stærð: 3.500 m2 / Verktími: 2013 - 2014

Sigló Hótel hlaut Íslensku hljóðvistarverðlaunin 2022 fyrir framúrskarandi hljóðvist í flokki veitingastaða og kaffihúsa.
Sigló Hótel er tveggja hæða, 68 herbergja hótel í hjarta Siglufjarðar. Við hljóðhönnun hótelsins var engu til sparað og leytast var við að ganga lengra en lágmarkskröfur hljóðstaðals og reglugerða segja til um.
Ómtími og hljóðvist í herbergjum var sérstakt áhersluatriði. Raufaklæðning er á lofti allra herbergja sem tryggir jafnan og tempraðan óm í hverju rými. Slíkt er sérstaklega til þess fallið að stuðla að góðum nætursvefni.
Loft- og högghljóðeinangrun á milli rýma er meiri en gengur og gerist í hótelum hérlendis og er hún sambærileg við einangrun á milli íbúða í nýbyggingum. Gangar að hótelherbergjum eru einnig sérlega vel hljóðdeyfðir og einangraðir til að fyrirbyggja að ónæði berist frá þeim í herbergin sem að þeim liggja. Það var því leitast við að upplifun gesta á hótelinu væri sem friðsælust og mögulegt er.
Close Menu
578 1600   /  Borgartúni 20 - 105 Reykjavík